Skip to main content

Velkomin á vef CP félagsins

Færslur af Facebook

7 dagar síðan

Heimsókn frá jólasveini til félagsmanna CP félagsins!CP félagið bauð í fyrra félagsmönnum upp á heimsókn frá jólasveinum. Heimsóknirnar mældust mjög vel fyrir og val glatt á hjalla. Í ár bjóðum við upp á svipað fyrirkomulag og höfum samið við vaska sveina um að koma jólastemningunni heim til ykkar. Jólasveinn kemur þá í örstutta heimsókn á hvert heimili, syngur lög, sprellar og færir lítinn glaðning til barna á heimilinu. Öll börn sem eru skráð (sjá form fyrir neðan) fá glaðning. Jólasveinarnir eru þaulvanir og sérfræðingar í að fanga hinn sanna jólaanda.Við ætlum að reyna að koma til móts við alla, sama hvar á landinu þeir búa, vonandi í formi heimsóknar en annars í formi einhvers glaðnings. Heimsóknir á heimili á höfuðborgarsvæðinu verða á fyrirfram skilgreindum dögum en haft verður samband við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir heimsókn fyrir lok miðvikudagsins 9. desember á þar til gert skráningarform. Ef þú ert félagi í CP félaginu en hefur ekki fengið formið sent, þá endilega hafðu samband gegnum Messenger og við sendum formið um hæl. ... Sjá nánarSjá minna
View on Facebook

1 mánuður síðan

Minnum á jafningjanámskeið CP félagsins sem fer af stað í nóvember skráning á slóðinni hér að neðan. cp.is/fraedsla/jafningjanamskeid/ Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! ... Sjá nánarSjá minna
View on Facebook