Um félagið
CP félagið er félag einstaklinga með Cerebral Palsy (CP) og aðstandendur þeirra. Félagið var stofnað árið 2001.
CP er stórt regnhlífarhugtak og er notað yfir marga kvilla sem valda seinkun á hreyfiþroska og líkamsstellingu hjá börnum og einstaklingum. Þeir sem greinast með CP eru jafn ólíkir og þeir eru margir og birtingarmynd fötlunarinnar er ólík.
Félagið leggur áherslu á að vera til staðar fyrir félagsmenn, veita fræðslu, standa fyrir viðburðum og opna umræðu um CP og áhrif þess. Félagið er opið öllum sem vilja láta sig málefni CP varða, einstaklingum, fjölskyldum, fagfólki og öðrum aðilum.
Starfsemi CP félagsins er mestmegnis fjármögnuð gegnum styrki félagasamtaka og fyrirtækja, gjöfum einstaklinga og félagsgjöldum.
Hægt er að hafa samband við félagið gegnum Facebook síðu félagsins, cp@cp.is og í síma 691-8010.