Hvað er Ungt CP?

Ungt CP er félagsskapur fyrir 15-35 ára einstaklinga með CP og byrjaði starfið árið 2016 . Í dag er Ungt CP hópur fólks á aldrinum 10 ára og eldri sem eiga það sameiginlegt að vera með CP hreyfihömlun. Starfseminni er skipt eftir aldurshópum og er nánari upplýsingar um starfsemina að finna hér fyrir neðan.

Vettvangur Ungt CP er á Facebook og á Instagram. Þar sameinast félagsmenn í að gefa fólki innsýn í daglegt líf okkar og upplifun af því að vera með CP hreyfihömlun.

Markmið Ungt CP

  •  Að skapa jafningjagrundvöll.
  •  Að draga úr félagslegri einangrun.
  •  Að skapa umræðuvettvang.
  • Að skapa samfélag og tengsl milli fólks með CP.
  • Að auka sýnileika fólks með hreyfihömlun innan samfélagsins.
  • Að auka þekkingu almennings á CP. 
  • Að efla rödd fólks með CP innan CP félagsins.

10-16 ára

Hittist tvisvar á önn í skipulagðri dagskrá, þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg.

Sjá upplýsingar um starfsemi haustið 2024 hér til hliðar.

Fullorðnir með CP

Fólk frá 17 ára aldri. Hittist einu sinni í mánuði, breytilegt hvaða daga og klukkan hvað. Viðburðirnir eru fjölbreyttir og líflegir og skapast oft góðar umræður milli fólks með CP.

Hittingar eru quglýstir á Facebook hópi

Sjá upplýsingar um starfsemi haustið 2024 hér til hliðar.

Styrktaraðilar

Ungt CP þakkar eftirtöldum aðilum kærlega fyrir að styrkja starfsemina:

  • Sjálfsbjörg á Höfuðborgarsvæðinu
  • Dominos Pizza