Mataræði

Það er algengt en ekki algilt að fólk með CP eigi erfitt með eða finni ekki fyrir hungurtilfinningu. Það verður gjarnan til þess að þau gleyma auðveldlega að borða og hafa lítið frumkvæði af því að borða. Þannig skipuleggja þau en frekar matartíma og mataræði t.d. með því að borða eftir klukku eða borða út frá því þegar aðrir borða. Vélindabakflæði er algengt á meðal fólks með CP og ýmis matur getur komið því á stað, ef fólk fær bakflæði er gott að hafa það í huga hvaða matur það sé sem veldur því hjá hverjum og einum.

Gott getur verið að huga að mataræði og heilsu til þess að stuðla að því að eiga auðveldara með að athafna sig í daglegu lífi. Það er þekktur vandi á meðal fólks sem fær heilaskaða snemma á ævinni að næringarupptaka heilans getur lent í vandræðum. Það að heilinn nái ekki að nýta þá næringu sem er til staðar eða það vantar uppá hana er mikilvægt að hafa í huga að það getur haft áhrif á framvindu í hlutverkum sem fólk tekur sér fyrir hendur t.d. í námi, starfi og tómstundum.