Þegar einstaklingur verður 18 ára
Reykjalundur tekur á móti fólki sem er með CP eftir 18 ára aldur, þar sem fólk fær endurhæfingarþjónustu á tauga- og hæfingarteymi. Reykjalundar þar sem markmiðið er að efla færni til náms eða starfa og fá um leið aukin tækifæri til samfélagsþátttöku. Horft er til að auka sjálfsbjargargetu og færni í því sem skiptir fólk máli í daglegu lífi.
Teymið á Reykjalundi vinnur hæfingarmat, það er heildrænt mat á endurhæfingar þörfum ungmenna með fötlun.um tvítugsaldur þar sem sá aldur hefur mikil og mótandi áhrif á einstaklinga. Auk þeirra breytinga sem eiga sér stað á þeim aldri er fólk einnig að fara úr kerfinu sem börn og eru orðin fullorðin. Reykjalundur fær tilvísanir frá Greiningarstöð Ríkisins og taka á móti tilvísunum frá læknum um þjónustu Reykjalundar sem er svo metin af þeim.
Hæfingarmatið er viðtal þar sem farið er yfir líkamlegt og andlegt heilsufar, færniskerðingu og félagslegar aðstæður. Einnig horfum við til þess tengslanets og stuðnings sem einstaklingurinn fær. Út frá þessu mati er boðað til skila funda, og er lokaniðurstaðan oft ráðlegginga, fræðsla, frekara mat og/eða íhlutun sérhæfðra fagaðila sem starfa hjá okkur (s.s. iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings). Í sumum tilvikum bjóðum við viðkomandi innskrift á Reykjalund.
Teymi Reykjalundar telur að þetta mat gagnist best einstaklingum með meðfædda eða snemm ákomna fötlun af taugafræðilegum meiði sem ekki hljóta næga þjónustu og stuðning frá heilbrigðis- og félagskerfinu. Stundum eru það einstaklinga með mjög afmarkaðan vanda og stundum fjölþættari vanda. Sá hópur sem við sinnum er því mjög fjölbreyttur, bæði með tilliti til sjúkdómsgreininga og alvarleika.