Velkomin á vef CP félagsins
CP félagið stendur fyrir jafningjanámskeiðum fyrir 10-15 ára börn með CP. Námskeiðin fara fram í…
cpadminoktóber 3, 2022
Opið er fyrir umsóknir hjá Mannefli, styrktarsjóði CP félagsins. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn…
cpadminseptember 1, 2022
Aðalfundur CP félagsins var haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2022. Alls mættu um 15 manns á…
cpadminmaí 2, 2022
Gögn fyrir aðalfund CP félagsins, sem haldinn verður 28. apríl næstkomandi, eru nú aðgengileg. Lagabreytingar,…
cpadminapríl 25, 2022
Hér koma nokkur praktísk atriði í tengslum við aðalfund CP félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn…
cpadminapríl 14, 2022
Aðalfundur CP félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í…
cpadminmars 30, 2022
Færslur af Facebook
Minnum á að skráning á jafningjanámskeið CP félagsins er í fullum gangi. Næsta námskeið er ætlað ungmennum á aldrinum 10-12 ára. Námskeiðið er ungmennum að kostnaðarlausu. Skráning hér: cp.is/fraedsla/jafningjanamskeid/
Minnum á að frestur til að skrá sig fyrir heimsókn frá jólasveini er til og með miðvikudeginum 7. desember.Heimsókn frá jólasveini til félagsmanna CP félagsins!![]()
CP félagið bauð í fyrra félagsmönnum upp á heimsókn frá jólasveinum. Heimsóknirnar mældust mjög vel fyrir og val glatt á hjalla. Í ár bjóðum við upp á svipað fyrirkomulag og höfum samið við vaska sveina um að koma jólastemningunni heim til ykkar. ![]()
Jólasveinn kemur þá í örstutta heimsókn á hvert heimili, syngur lög, sprellar og færir lítinn glaðning til barna á heimilinu. Öll börn sem eru skráð (sjá form fyrir neðan) fá glaðning. Jólasveinarnir eru þaulvanir og sérfræðingar í að fanga hinn sanna jólaanda.![]()
Við ætlum að reyna að koma til móts við alla, sama hvar á landinu þeir búa, vonandi í formi heimsóknar en annars í formi einhvers glaðnings. Heimsóknir á heimili á höfuðborgarsvæðinu verða á fyrirfram skilgreindum dögum en haft verður samband við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.![]()
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir heimsókn fyrir lok miðvikudagsins 7. desember á þar til gert skráningarform. Ef þú ert félagi í CP félaginu en hefur ekki fengið formið sent, þá endilega hafðu samband gegnum Messenger og við sendum formið um hæl.
CP félagið vill bjóða öllum ungmennum með CP í Reykjavík og nágrenni að mæta á hitting fyrir ungmenni á aldrinum 13-15 ára, 5.desember nk. kl.17:00-18:15 í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 (inngangur 7) Reykjavík ![]()
Leikir, fróðleikur og gestir kíkja í heimsókn sem tengjast CP með einum eða öðrum hætti. Hittingarnir eru ungmennunum að kostnaðarlausu. En gott væri að skrá sig svo við getum ca fjölda. ![]()
Skráning hér: forms.gle/ksqbMtJYFajYmRWi6