Almennt um CP
CP er hreyfihömlun sem orsakast af heilaskaða sem verður oftast á fósturstigi, við fæðingu eða hjá nýburum. Heilaskaðinn verður vegna blæðinga, smárra blóðtappa, súrefnisskorts eða sýkingar. Það getur verið erfitt að skilgreina hvað það er sem veldur skaðanum. Talið er að um 2 af hverjum 1000 börnum á Vesturlöndum greinist með CP. Þegar horft er til Íslands má því ætla að um 8-10 börn fæðist með CP á ári hverju.
Hreyfihömlunin hvorki minnkar né ágerist. Hins vegar geta einkennin breyst með tímanum og orðið mis áberandi eftir aðstæðum í lífi fólks. Aðstæður þar sem einkennin geta àgerst er þegar fólk er undir álagi eða upplifir streitu.
Áhættuþættir og forvarnir:
- Sitjandi fæðing.
- Vandamál tengd fæðingu.
- Fjölburar.
- Vandamál á meðgöngu.
- Léttburar og fyrirburar.
- Krampar hjá nýburum.
Orsakir:
- Áföll í fæðingu.
- Sýkingar á meðgöngu.
- Gula hjá nýburum.
- RHESUS blóðflokka misræmi.
CP fylgja fylgiraskanir og aðrir erfiðleikar sem hægt er að tengja við heilaskaðann sem orðið hefur.