Úthlutunarreglur Manneflis, minningar- og styrktarsjóðs CP félagsins

 1. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn með CP og/eða aðstandendur þeirra:
  1. Til samfélagsþátttöku, svo sem til náms, lista og íþróttaþátttöku.
  2. Til að afla sér þekkingar í þágu einstaklinga með CP.
  3. Einnig er heimilt að styrkja verkefni og viðburði á vegum CP félagsins.
 2. Stjórn styrktarsjóðsins skal hafa reglur sjóðsins til hliðsjónar við úthlutun.
 3. Styrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Umsókn um styrk skal gerð á umsóknareyðublaði á vef félagsins, ásamt fylgigögnum ef einhver eru. Frestur til að sækja um styrk er 1. apríl og 1. október ár hvert.
 4. Sjóðsstjórn ákveður árlega heildarupphæð styrkja og skal leitast við að sambærileg upphæð komi til úthlutunar í hvorri úthlutun.
 5. Styrkir eru greiddir út samkvæmt framvísuðum reikningum sem hafa verið samþykktir af stjórn sjóðsins. Reikningar skulu ekki vera eldri en 12 mánaða.
 6. Við mat á umsóknum skal m.a. líta til mikilvægis verkefna fyrir CP, hvort styrkbeiðandi á rétt á styrkjum annars staðar frá og hvort styrkbeiðandi hefur áður fengið styrk úr sjóðnum.
 7. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé skuldlaus félagsmaður í CP félaginu.
 8. Sæki stjórnarmaður í  sjóðnum, fjölskylda hans eða tengdur aðili, um styrk frá sjóðnum, skal stjórnarmaðurinn víkja af fundi þegar fjallað er um umsókn hans og varamaður tekinn inn í hans stað.