Fjáröflunarbingó UngtCP verður haldið í Sumarbúðunum Reykjadal laugardaginn 2.mars 2024 kl.13:00. Öll velkomin sem vilja styðja við starfsemina eða eiga skemmtilega fjölskyldustund.

Fjármagnið sem safnast í Bingóinu verður notað í þeim tilagangi að:

 • Að fjármagna jafningjahópa fyrir fólk á aldrinum 10 ára og eldri,
  Með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun.
 • Að efla fræðslu og auka vitundavakningu um CP í samfélaginu.
 • Að styðja við fólk með CP hreyfihömlun og sýnileika fólks með hreyfihömlun á öllum sviðum samfélagsins.

Síðan síðasta bingó átti sér stað hefur UngtCP staðið að ýmsu:

 • Fræðslu til félagasamtaka og skóla.
 • Hittingar fyrir 10-16 ára reglulega yfir önnina
  (viðburðum fer fjölgandi með stækkandi þátttakendahópi)
 • Hittingar einu sinni í mánuði fyrir 17 ára og eldri.
 • Unnið að því að efla norrænt samstarf milli ungliðahreyfinga.
 • Verið áberandi á samfélagsmiðlum.
 • Tekið þátt í ráðstefnum sem varða fólk með fötlun á öllum aldri.
 • Unnið að verkefnabók fyrir öll grunnskólabörn til þess að efla sjálfsmynd og félagsfærni óháð færni og fötlun sem verður öllum aðgengileg.

Vonumst til að sjá sem flest!