Bílpróf

Það hefur reynst mörgum einstaklingum með CP auðveldara að ná tökum á bifreið sem er sjálfskipt frekar en beinskipt. Í dag þarf ekki lengur læknisvottorð til þess að læra á sjálfskipta bíla eins og þurfti áður. Það er ákveðið í samráði við ökukennara hversu mikil þörfin er fyrir umfram ökutíma áður en leyfi fæst til þess að aka bifreið.

Ökuskóli 3 er með sjálfskiptan bíl til þess að jafnt aðgengi allra sé að búnaðinum sem notaður er í verklega kennslu. Ef einstaklingur á erfitt með gang eða að klifra upp í velti bíl sem er einnig notaður er hægt að sleppa við það, aðrir geta fengið að fara um borð i veltibílinn àn þess að klifra út úr bílnum á hvolfi.

Aðlögun á búnaði í bíl

Hægt er að koma til móts við þarfir fólks annars vegar með því að læra á sjálfskiptan bíl. Mögulegt er að fólk þurfi frekari aðlögun á búnaði í bíl. Hér er listi yfir helstu breytingar á bílum til þess að auka sjálfstæði og lífsgæði hreyfihamlaðra einstaklinga.

Til að auka sjálfstæði hreyfihamlaða einstaklinga má draga saman tegundir af bílabreytingum í fjóra flokka sem hver um sig er viðameiri;

  1. Til að hægt sé að keyra með efri hluta líkamans er handfang sett í og tengt við bensín inngjöf og bremsu.
  2. Til að auðvelda aðgengi inn í bifreiðina er ísetning á rafstýrðri lyftu ásamt fjarstýringu og snúningssæti
  3. Til að hægt sé að keyra rafstýrðum hjólastól inn í bifreiðina er skipt um gólf, hjólastóla braut ásamt festingum fyrir hjólastól settar inn fyrir farþega eða ökumann. Síðan er val um lyftu inn um hlið, afturhurð á bifreið eða lyftu sem fer undir bifreiðina.
  4. Fyrir mjög sérhæfðan stýribúnað er stýrið skipt út fyrir stýripinna til að auðvelda keyrslu.

Nánari upplýsingar um bílabreytingar má m.a. finna á vef Öryggismiðstöðvarinnar.