Aðild að CP félaginu

CP félagið er öllum opið og því geta allir gerst félagar.

Aðild að CP félaginu veitir einnig aðild að Umhyggju, félagi  félagi langveikra barna auk aðgangs að þjónustu Öryrkjabandalagsins. Umhyggja býður m.a. upp á sálfræðiþjónustu fyrir forráðamenn langveikra barna auk þess að reka styrktarsjóð sem félagsmenn CP félagsins hafa aðgang að. Þá býður Öryrkjabandalagið m.a. upp á ráðgjöf í réttindamálum fatlaðra.

Aðild að CP félaginu er fjölskylduaðild, eingöngu er innheimt eitt árgjald á hvert heimili en allir heimilismeðlimir eru aðilar að félaginu.

Þeir sem óska eftir að gerast félagar eru beðnir um að fylla út formið hér að neðan.

Árgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert og er það nú 3.000 kr.

Ganga í CP félagið

Ganga í CP félagið