Skip to main content
Uncategorized

Reykjavíkurmaraþon 24.ágúst 2024

CP félagið stendur fyrir viðburði fyrir hlaupara, félagsmenn og aðra velunnara þann 19. ágúst kl. 17-19 í Hátúni 12, inngangi 7.  þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, hvatningarorð frá Lellu Erludóttur markþjálfa sem við öll getum tekið til okkar í lok sumars.

Félagið vill þakka öllum þeim einstaklingum sem hafa ákveðið að hlaupa fyrir hönd félagsins og vonast til að sjá sem flest. Ef hlauparar komast ekki má endilega hafa samband á cp@cp.is til að nálgast bol merktan félaginu og þakklætisvott. Hægt er að fylgjast með Lellu Erludóttur markþjálfa rafrænt í gegnum TEAMS 

Hér má sjá lista yfir þá snillinga sem ætla að hlaupa fyrir félagið HÉR

Þess má geta að allur peningur sem safnast í formi áheita fer beint í Styrktarsjóð CP félagsins Mannefli. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn með CP og/eða aðstandendur þeirra. Sjóðnum skal varið til þess að styrkja félagsmenn með CP til samfélagsþátttöku, svo sem til náms, lista og íþróttaþátttöku, aðstandendur og fagaðila til að afla sér þekkingar í þágu einstaklinga með CP.  Sjá nánar á síðu félagsins undir Mannefli 

CP félagið vill einnig koma því á framfæri að félagið ætlar að vera með Hvatningastöð á meðan hlaupinu stendur á Ægissíðu hjá SMASH BURGERS þann 24.ágúst næstkomandi og vonast til þess að sjá ykkur sem flest til að hvetja hluparana okkar áfram.

Leave a Reply