Vikuna 16.-22.september komu fulltrúar CP Ung í Danmörku til Íslands að kynna sér aðstæður fólks með CP og skapa tengsl og samstarf milli landanna. Það var ótrúlega merkilegt að hitta fólk í fyrsta sinn en eiga um leið svo ótrúlega margt sameiginlegt.
UngtCP á Íslandi og CPUng í Danmörku munu í framhaldi vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og safna fjölbreyttum reynslusögum af því hvernig er að lifa lífinu með CP hreyfihömlun frá fjölbreyttum sjónarhornum til þess að deila með fólki nafnlausum reynslusögum til þess að gefa innsýn í daglegt líf með CP hérlendis og í Danmörku.
Vonin er sú að önnur norðurlönd bætist í hópinn þegar framlíða stundir til þess að nýta sameiginlegan en mikilvægan reynsluheim.