Jafningjanámskeið CP félagsins fyrir 10-15 ára börn og ungmenni

Jafningjanámskeið CP félagsins er ætlað öllum börnum og ungmennum, 10-15 ára, sem eru með CP hreyfihömlun.

Efni námskeiðsins er hugsað og útbúið af fólki með CP um það sem þau hefðu viljað vita og prófa fyrr á ævinni og mótað útfrá því fyrir ungt fólk með CP:

Markmið námskeiðsins:

  • Bæta félagsleg tengsl og draga úr félagslegri einangrun barna og ungmenna með CP.
  • Skapa jafningjagrundvöll fyrir ungmenni til þess að ræða sjálfan sig, fötlun sína og lífið almennt sín á milli.
  • Auka vægi og styrkja rödd ungmenna innan fræðslustarfs CP félagsins.
  • Búa til félagslegt tengslanet út í lífið fyrir ungmenni sem lifa við svipaðan raunveruleika í íslensku samfélagi.

Tveir hópar og dagsetningar verða í boði:

  • 13-15 ára ungmenni, 5.-6. nóvember 2022
  • 10-12 ára börn, 14.-15. janúar 2023

Námskeiðið verður frá kl. 15-18, báða dagana, í Sjónarhóli, Háaleitisbraut 13, Reykjavík. Veitingar verða í boði.  Frítt er á námskeiðið.

10 sæti eru í boði á hverju námskeiði.

Sækja um

Jafningjafræðsla CP félagsins
Námskeið sem sótt er um:
Hefur þátttakandi eitthvert ofnæmi eða óþól?