Aðalfundur CP félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Sjónarhóli, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar CP félagsins fyrir liðið starfsár
- Afgreiðsla reikninga síðasta reikningsárs
- Lagabreytingar
- Lögð drög að starfi félagsins
- Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir næsta ár
- Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
- Mannefli, styrktarsjóður
- Önnur mál
Lagabreytingum skal skilað inn skriflega minnst 7 dögum fyrir aðalfund. Skila má tillögum á netfangið cp@cp.is eða beint til stjórnarmanns. Tillögur að lagabreytingum verða síðan birtar á vefsíðu félagsins, cp.is minnst 5 dögum fyrir aðalfund.
Í samræmi við lög félagsins er hluti stjórnar kosinn annað hvort ár. Á þessum aðalfundi verður kosið um þrjú sæti í stjórn. Formaður og þrír aðrir stjórnarmenn sitja samkvæmt umboði í ár til viðbótar.
F.h. stjórnar,
Haukur Agnarsson, formaður CP félagsins