Hér koma nokkur praktísk atriði í tengslum við aðalfund CP félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi kl. 20.
- Fundurinn verður haldinn á staðnum, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, en einnig á netinu. Þetta fyrirkomulag var haft á fundinum á síðasta ári og mæltist það mjög vel fyrir.
- Notast verður við rafræna kosningu, svo netverjar geti tekið fullan þátt í allri dagskrá. Því biðjum við þá félagsmenn sem ætla að mæta, hvort sem er á staðinn eða gegnum netið, að skrá þátttöku sína.
- Tillögum að lagabreytingum skal skilað inn í síðasta lagi 7 dögum fyrir aðalfund. Óskast það gert gegnum netfangið cp@cp.is. Einnig má senda þær beint á stjórnarmann. Tillögur sem berast verða svo birtar á vef félagsins 5 dögum fyrir fund.
- Kosið verður um fjögur sæti í stjórn að þessu sinni, formann og þrjá aðra stjórnarnmenn. Áhugasamir eru hvattir til þátttöku.
Dagskrá fundarins verður annars sem hér segir:
- Skýrsla stjórnar CP félagsins fyrir liðið starfsár
- Afgreiðsla reikninga síðasta reikningsárs
- Lagabreytingar
- Lögð drög að starfi félagsins
- Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir næsta ár
- Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
- Mannefli, styrktarsjóður
- Önnur mál
Hafir þú spurningar um aðfalfundinn, hvetjum við þig til að hafa samband, gegnum cp@cp.is.