Verkefnabók fyrir grunnskólabörn

Bókin er hugsuð sem verkfæri fyrir börn á grunnskólaaldri óháð færni og fötlun til að efla sjálfsmynd sína og vináttutengsl. 

Hugmyndin af bókinni kviknaði á Jafningjanámskeiði CP félagsins og eftir að hafa kynnt okkur málið var ljóst að þörf var á slíkri bók sem gerir ráð fyrir verkefnum fyrir grunnskólabörn óháð færni þeirra eða skerðingu. Bókin er að mestu leyti unnin með börnum með skerðingar af ýmsum toga. 

Markmið bókarinnar

  • Vinna bókina með börnum og unglingum á grunnskólaaldri, fyrir börn á grunnskólaldri.
  • Bókin höfði til barna óháð færni eða fötlun.
  • Horfa á styrkleika hvers og eins.
  • Efla sjálfsmynd og sjálfstæði ungmenna óháð færni eða fötlun.
  • Bæta tengsl ungmenna við sig sjálf og aðra óháð færni eða fötlun.
  •  Leiðir og aðferðir til þess að takast á við tilfinningar sínar og hugsanir.
  • Veita ungmennum innsýn í mikilvægi vináttu og verkfæri til þess að stofna og viðhalda tengslum við jafnaldra.

 Verkefni bókarinnar skiptast í þrjá kafla: 

Sjálfsmyndin:

  • Unnið að því að efla sjálfsmynd grunnskólabarna. 
  • Vinna með styrkleika sína. 
  • Verkfæri til að skilja líkama sinn og líkamsímynd.
  • Verkfæri til þess að átta sig á tilfinningum sínum. 
  • Veita börnum verkfæri til að kynnast sér betur. 
  • Veita börnum tækifæri til þess að móta hver þau vilja vera. 
  • Að vinna að eigin markmiðum.
  • Veita börnum verkfæri til þess að vera sátt í eigin skinni og standa með sjálfum sér. 

Vinátta:

  • Unnið að því að útskýra hvað felst í vináttu. 
  • Hver er ég sem vinur? 
  • Hver er vinur minn? 
  • Að setja öðrum mörk? 
  • Að eignast vini.
  • Að viðhalda vinskap.

Þar að auki er ýmsir fróðleiksmolar sem tengjast verkefnunum og umræðuefni þeirra.

Aukaefni: 

  • Umræðupunktar / Vangaveltur.
  • Auka fróðleikur.
  • Leikir.
  • Hvatningarorð.
  • Hugmyndir sem styðja við verkefnabókina.

Styrktaraðilar Verkefnabókar fyrir grunnskólabörn

Styrktaraðilar koma að gerð bókarinnar með einum eða öðrum hætti eða styðja við verkefnið í formi styrkja:

  • ÖBÍ
  • Reykjadalur sumarbúðir
  •  Lífsstefna
  • Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka
  • Æfingastöðin