Skip to main content
Uncategorized

Reykjavíkurmaraþon 2025

By júlí 22, 2025No Comments

Reykjavíkurmaraþonið er haldið ár hvert og í ár fer það fram 23.ágúst og áheit til félagsins eru eyrnamerkt styrktarsjóði félagsins, Mannefli, en fara ekki í daglegan rekstur.

Hægt er að styrkja HÉR

Mannefli er styrktarsjóður félagsmanna sem þau hafa aðgengi að. Styrktarsjóðnum er gert að styrkja félagsmenn með CP hreyfihömlun til samfélagsþátttöku m.a. nám, listir eða íþróttaiðkunar.  Aðstandendur og fagfólk getur sótt um til þess að afla sér þekkingar í

Í ár verður CP félagið með hvatningastöð nálægt rásmarkinu, nánari útskýringar koma á næstu dögum. þar sem öllum sem langar til að leggja okkur lið í að hvetja eru meira en velkomin.

Þeir sem hlaupa fyrir hönd félagsins fá í ár græna boli merkta CP félaginu auk þess að fá blöðrur sem einnig eru merktar félaginu. Ef einhver í hvatningar liði félagsins vill blöðrur eða boli má sjá nánari upplýsingar á facebook viðburði inn á Cerebral Palsy Ísland facebook síðunni eða í tölvupósti á cp@cp.is

Einnig langar okkur að hvetja ykkur öll til þess að huga að því að hlaupa í þágu félagsins  eða hvetja aðra til þess. Einnig er hægt að styrkja þá sem nú þegar hafa skráð sig til leiks. Þriðja og ekki síður mikilvæga leiðin til þess að styðja við félagið er að deila og tala um félagið, þannig vita fleiri af okkur.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest í hvatningarliðinu og erum spennt að hvetja hlauparana okkar áfram!

Leave a Reply