Líf Kírópraktík býður félagsmönnum CP félagsins í heimsókn og kynningu á starfsemi sinni og hvernig hún nýtist einstaklingum með CP hreyfihömlun. Heimsóknin fer fram þriðjudaginn 2. September kl. 18:00 í Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi.
Heimsóknin er félagsfólki að kostnaðarlausu en gott væri að fá staðfestingu á þátttöku í gengum cp@cp.is með nafni þeirra sem ætla að mæta svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Viðburðurinn er ekki í gegnum fjarfundabúnað. En ef áhugi er fyrir því má endilega hafa samband við félagið í tölvupósti á cp@cp.is
Vonumst til að sem flest sjái sér fært um að mæta og kynna sér starfsemina og tækifærin.
Facebook viðburðinn má finna HÉR