Skip to main content
Fréttir

Jólasveinn heimsækir fjölskyldur í CP félaginu

By desember 1, 2021mars 24th, 2022No Comments

CP félagið hefur undanfarin ár boðið upp á jólaskemmtanir fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Í ár bregðum við út af vananum og höfum samið við vaska sveina um að koma jólastemningunni heim til félagsmanna í staðinn. Jólasveinn kemur þá í örstutta heimsókn á hvert heimili, syngur lög, sprellar og færir lítinn glaðning til barna á heimilinu.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir heimsókn fyrir lok miðvikudagsins 8. desember á þar til gert skráningarform. Ef þú ert félagi í CP félaginu en hefur ekki fengið formið sent, þá endilega hafðu samband gegnum cp@cp.is og við sendum formið um hæl.