Að sættast við fötlunina
Það kemur að því í lífi hvers og eins og samanburður við aðra verður óraunhæfur. Þá er mikilvægt að muna að enginn ætti í raun að miða sig við aðra, þar sem við erum öll einstök – hvort sem við erum með fötlun eða ekki. Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Það að vera með CP verður til þess að þörf sé á því að gera hluti á annan hátt en hefðbundið er, taki lengri tíma eða þörf sé á aðstoð.
Algengt er að fólk sem ekki er með CP eða þekkir einhvern með CP geri sér ekki grein fyrir hvað það er eða hverjar þarfir fólks eru. Oft horfir fólk á það sem er frábrugðið frá því sem þau þekkja og jafnvel spyrja mis viðeigandi spurninga. Þá þarf að muna að taka sér ekki of hátíðlega og hafa gaman að því sem hugmyndaflug annarra dettur í hug. Spurningar fólks geta komið á ólíklegustu tímum og í allskonar aðstæðum, hafa ber hugfast að hægt er að svara spurningunum en þér ber engin skylda til þess að upplýsa fólk og fræða þau um fötlun þína nema þig langi til þess.
Nýlegar athugasemdir