Atvinna

Atvinnulíf er stór hluti af lífi einstaklinga. Í því felst að upplifa að maður tilheyri einhverju stærra og maður sé að skila einhverju af sér til samfélagsins. Mikilvægt er að finna starf við hæfi, þegar horft er til áhugasviðs, vettvangs, aðgengis og starfshlutfalls en ekki aðlögunar í starfi sé þess þörf.

Aðlögun í starfi getur falið í sér að skipta niður verkum, breyta vinnutíma, starfa aðallega innan eða utandyra eða fá viðeigandi aðstoð. Hér er alls ekki um tæmandi lista að ræða og þörf á því að fólk sem sækist eftir starfi átti sig sjálft á því hvað það þarfnast til þess að sinna starfinu, ef ekki sjálft þá í samvinnu við yfirmann sinn eða starfsvettvang.

Viðeigandi starfshlutfall getur verið breytilegt eftir því hvert starfið er og hver einstaklingurinn er og færni hans. Í sumum tilfellum getur það aukið starfshlutfall viðkomandi að geta stýrt í hvað orkan fer á degi hverjum t.d. með því að setjast reglulega niður, vera ekki mikið á ferðinni eða fá aðstoð við ákveðna hluti.

Þeir sem þurfa aukinn stuðning á starfsvettvangi geta fengið aðstoð vinnumálastofnunar. Það er hægt að nýta sér atvinnu með stuðningi, þar er mætt þörfum fólks sem þurfa aðstoð við atvinnuleit, þjálfun við störf eða stuðning á vettvangi. Leitast er við að byggja upp stuðningsnet í kringum þann sem þarf á auknum stuðningi að halda á sama tíma og er mæta þörfum hvers og eins út frá færni en ekki endilega fötlun. Stuðningurinn er meðal annars nýttur til þess að skapa tengsl á vinnustað. Þegar stuðningurinn hefur verið veittur um tíma getur verið gagnlegt að draga úr honum eða viðhalda honum eins og hann er.

Að sækja um starf

Þegar sótt er um vinnu er gott að mæta á staðinn og kanna aðstæður eða óska eftir því við þann sem er að ráða inn starfskraft. Misjafnt er hvort fólk velur að taka fram fötlun sína í ferilskránni sinni eða ekki. Hvoru tveggja er ekkert vitlaust heldur einungis þitt mat á hvað hentar þér og þínu tilfelli best.

Þegar komið er í atvinnuviðtal er gott að vita hver maður er styrkleika og veikleika og tilbúin til þess að ræða hvoru tveggja. Hver maður er og hvers vegna maður hefur áhuga á starfinu.

Einnig er gott að spyrjast fyrir til hvers er ætlast af manni sem starfsmanni, hver vinnutíminn sé og hvernig vinnuhagræðing innan fyrirtækisins er hvernig vinnan er unnin og við hvaða aðstæður – tímamörk eða sveigjanlegt? Einnig ef maður verður var við að það þyrfti að gera breytingar á vinnustaðnum þá taka þær mögulega fram og hvernig hægt væri að bæta. Mikilvægt er að hvetja þann sem tekur viðtalið að gefa þér tækifæri til þess að sinna starfinu. Þannig sést mögulega best hvernig fólki gengur að vinna starfið en ekki fyrirfram ákveðið hvað fólk getur eða getur ekki.

Ef þú kemst að því í viðtalinu að starfið hentar þér ekki með einum eða öðrum hætti. Þá er engin skömm að því að neita starfinu í lok viðtals eða seinna um daginn eftir að viðtali líkur símleiðis eða í tölvupósti.