Skip to main content
Uncategorized

Færnibúðir CP félagsins og HR

By júlí 22, 2025No Comments
CP félagið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskólann Elche á Spáni og Jyvaskyla í Finnlandi standa að Færnibúðum, sem eru vettvangur til þess að kynnast íþróttum án hindrana með stuðnings fagfólks óháð þinni reynslu og færni.
Markmiðið er að veita einstaklingum með CP hreyfihömlun á aldrinum 12-20 ára tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum íþróttum á eigin forsendum í skemmtilegu umhverfi og góðum félagsskap með leikgleðina að vopni.
Íþróttir sem m.a. verður hægt að prófa eru taekowndo, fimleikar, judo, parkour, tennis, klifur, sund, kayak, borðtennis, Hlaup (athuga ekki tæmandi listi)
Ekkert þátttökugjald er fyrir færnibúðirnar, en skráning er nauðsynleg
ATH Staðfesta þarf þátttöku með tölvupósti á cp@cp.is með nafni, símanúmeri og tölvupósti þátttakanda.
Annað:
– Ef spurningar vakna má hafa samband við félagið í gegnum samfélagsmiðla eða cp@cp.is
– Vekjum athygli á því að félagsmenn geta sótt um styrk til Manneflis, m.a. ef ferðast þarf langt frá heimili sínu.
– Nánari dagskrá kemur á næstu vikum
Fylgjast má nánar með á facebook viðburðinum HÉR

Leave a Reply