Skip to main content
Uncategorized

CP félagið x Hugarfrelsi

CP félagið heldur námskeið í Reykjavík í samvinnu við Hugarfrelsi  fyrir ungmenni með CP hreyfihömlun á aldrinum 13-16 ára 21.-22.september nk. Námskeiðið er ætlað ungmenni ásamt aðstandanda.
Einnig eru börn einstaklinga með CP á aldrinum 13-16 ára velkomin á námskeiðið.
Félagið greiðir námskeiðið fyrir félagsmenn, ungmenni og forráðamann.
Þættir sem farið verður yfir á námskeiðinu er m.a.
  • að velja jákvæðni frekar en neikvæðni 
  •  efla sjálfsmynd og sjálfstraust
  • koma auga á styrkleika og nýta þá 
  •  hafa trú á eigin getu og hvetja áfram 
  • takast á við tilfinningar sínar
  • nota djúpa öndun í daglegu lífi 
  • auka einbeitingu og ímyndunarafl
  • gera jóga í gegnum leik 
  • nota á og hugleiða
Skráningagjald er 2000 kr og skráning fer fram í tölvupósti á cp@cp.is (nafn, kennitala, símanúmer og tölvupóstur). Skráningafrestur er til miðvikudagsins 11. september 2024
Innifalið í verði er matur og námskeið. Nánari upplýsingar auglýst þegar nær dregur.
Ef þið eigið yngri börn sem hefðu gaman af slíku námskeiði þá væri gott að heyra frá ykkur!

Leave a Reply