Aðildarfélögin sex, CP félagið, GIGTARFÉLAGIÐ, MND, MS, SEM og SJÁLFSBJÖRG sem eiga það sameiginlegt að vinna að málefnum hreyfihamlaðra á íslandi stóðu fyrir Aðgengisstrolli 10. Júní.
Markmiðið var að vekja fólk til vitundar um mikilvægi aðgengis fyrir þann stóra hóp einstaklinga, barna og fullorðinna á Íslandi með hreyfihömlun sem m.a. nýtir hjólastóla eða önnur hjálpartæki til að komast um í samfélaginu.
Þátttakendur í aðgengisstrollinu söfnuðust saman í Mannréttindahúsinu (húsi ÖBÍ) og fór í sameiningu upp á Suðurlandsbraut að mótum Kringlumýrarbrautar um það leiti sem umferðin var að þyngjast í lok þess týpíska vinnudags.
Vegna góðra viðbragða og áhuga félaganna á að vinna meira af verkefnum í sameiningu verður strollið endurtekið í haust. Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með undirbúningi er hópur á facebook Strollararnir
Vonumst til þess að enn fleiri félagsmenn CP félagsins sjái sér fært um að taka þátt, því jú aðgengi skiptir okkur öll máli!