Aðalfundur CP félagsins var haldinn 2. Apríl 2025
í Hlöðunni Gufunesbæ og á TEAMS kl.20:00.
Fundurinn hófst á erindi frá Þórunn Eva G. Pálsdóttir um verkefnið hennar Mia Magic, sem við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur inná miamagic.is
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Starfsárið var viðburðarríkt og ánægjulegt er að tilgreina að 18 félagar hafa bæst við félagið síðan á síðasta Aðalfundi.
- Stjórnarmenn hafa tekið virkan þátt í starfi Öryrkjabandalagsins, en CP félagið er aðili að bandalaginu. Eiður situr í stjórn ÖBÍ og einnig í málefnahópi um réttindi barna. Þá tók Steinunn þátt á formannafundum félagsins og CP félagið átti sína fulltrúi á Aðalfundi.
- Mannefli styrktarsjóður félagsins leysti út styrki tvisvar á þessu starfsári, það er smá hreyfing á umsóknum í Mannefli en má auka sýnileika.
- Spjallkvöld voru mánaðarleg í gegnum TEAMS, frá ágúst fram í maí.
- Í ágúst 2024 var haldið hið árlega Reykjavíkurmaraþon og hlupu nokkuð margir aðilar til styrktar félaginu. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir en alls söfnuðust tæpar 700.000 kr. sem eyrnamerktar voru Mannefli. Í tilefni af hlaupinu voru bolir fyrir þá sem hlaupa og hvatningarstöð í hlaupinu. Einnig var viðburður tengdur hlaupinu í aðdraganda þess.
- Fjölskyldudagur CP félagsins var haldinn í Hlöðunni í Gufunesbæ í september. Þar voru veitingar frá Hamborgarabúllu Tómasar og Myllunni, happdrætti og spurningakeppni sem lukkaðist vel. Þar að auki kom trúbador og skemmti viðstöddum. Gaman að sjá ný andlit annars vegar og kunnuleg andlit hins vegar.
- CP Norden haldið í Danmörku Umfjöllunarefnið var fullorðnir og aldraðir með CP áfram frá því árinu áður. CP félagið átti 3 fulltrúa Eið, Hjördís og Steinunn. Félagið var með erindi um verki og úrræði til að takast á við þá. Finnland voru þátttakendur í fyrsta sinn. Næsta CP norden verður haldið í Finnlandi og ætla félögin að vinna meira saman.
- Jólaskógurinn var jólaviðburður CP félagsins haldinn í samstarfi við Umhyggju og leikhópinn Kraðak. Jólaskógurinn hefur verið í gangi undanfarin ár en þetta var í annað sinn sem boðið var upp á aðgengilegar sýningar. Ekki var eins góð aðsókn í ár og fyrra skiptið.
- Ýmis samvinnuverkefni og erindi í fjölmiðlum hafa verið sýnileg frá stjórnarmönnum félagsins og aðilum innan félagsins sem hefur vakið áhuga á félaginu og auknu samstarfi sem verður fróðlegt að kynna.
- Afgreiðsla reikninga síðasta reikningsár
- Hjördís Gjaldkeri fer yfir reikninga síðasta árs. Staðan var þannig að stjórnin var lengi að fá svör frá skattinum og því lengi að fá aðgengi að reikningum en það hafðist í september.
- Félagsgjöld fóru ekki út fyrir árið 2024 en búið er að senda fyrir 2025.
- Helstu útgjöld félagsins voru varningur fyrir Reykjavíkurmaraþon, Jólaviðburður með Kraðak, Fjölskyldudagurinn, CP norden en við fengum styrk fyrir norðurlandaráðstefnunni,
- 3 milljónir af hreinum tekjum, endurskoðandi fór yfir gögnin og hægt að skoða nánar í viðhengi.
- Lagabreytingar
- Ekki lágu fyrir lagabreytingar fyrir fundinn og því féll þessi liður niður.
- Lögð drög að starfi félagsins
- Halda áfram spjalli meðal félagsmanna á TEAMS, halda áfram fjölskyldudeginum, vera áberandi í Reykjavíkurmaraþoninu.
- Vinna að auknum sýnileika og samstarfi – jafnvel með því að útbúa fræðsluefni.
- Kynna betur Mannefli og hvað er styrkt.
- Kom upp hugmynd að ýta við Skátunum til þess að innleiða betur aðgengi að skátastarfi.
- Ákvörðun árgjalds fyrir næsta ár
- Ákveðið var að árgjaldið héldist óbreytt eða 3.000 kr á fjölskyldu.
- 150 kröfur feldar niður.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
- Eiður, Linda og Björk stjórnarmenn voru endurkjörin og því stjórnin óbreytt frá fyrra starfsári. Stjórnina skipa því Steinunn, Eiður, Dagmar, Hjördís, Linda, Björk og Vala.
- Skoðunarmaður reikninga fyrir næsta starfsár er Björn Valdimarsson.
Fundinum lauk með kaffi, veitingum og erindi frá Steinunni Ylfu Harðardóttur sjúkraþjálfara með CP sem sagði frá reynslu sinni.