Skip to main content

Færslur af Facebook

1 dagur síðan

CP félagið's cover photo ... Sjá nánarSjá minna
View on Facebook

4 dagar síðan

Það er margt sem hefur áhrif á líf og lífsgæði fólks með CP hreyfihömlun.Einstaklingar með CP hreyfihömlun á öllum aldri eiga það til að upplifa að samfélagið sé að setja óraunhæfar kröfur á þau, kröfur um færni sem einstaklingar með CP hafa að jafnaði ekki og munu líklega ekki hafa. Þessar óraunhæfu kröfur samfélagsins og fólksins til sín sjálfs gerir það að verkum að fólk upplifir tilfinningavanda, mis mikinn, mis lengi og hefur ólíkar birtingamyndir m.a. Skapofsi, ofur viðkvæmni, lágt sjálfsálit. Tilfinningavandinn getur einnig stafað af því að CP einstaklingar geta átt í erfiðleikum með að fá útrás við tilfinningum sínum. Tilfinningar sem brjótast um í huga og hegðun einstaklinga með CP hreyfihömlun (og annarra) er gjarnan kvíði, þunglyndi eða þunglyndiseinkenni, samskiptavandi, svefnvandi. Slíkar tilfinningar kalla fram brotna sjálfsmynd og þegar brotin sjálfsmynd og óraunhæfar kröfur eru settar saman er erfitt að púsla því saman að nýju nema með jákvæðu hugarfari og breyttum viðhorfum til þess að fóta sig í samfélaginu á eigin forsendum líkt og aðrir.Félagsfærni einstaklinga með CP getur verið ótrúlega ólík, bæði út frá reynslu heimi hvers og eins og því umhverfi sem hefur mótað það,bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Einstaklingar með CP geta átt erfitt með mörk, frumkvæði af samskiptum og þátttöku í félagslegum aðstæðum. Það má rekja til þess að margir hverjir hafa ekki fengið næg og regluleg tækifæri til þátttöku á jafningjagrundvelli. Eins hefur það áhrif ef einstaklingar hafa ekki næga orku til þess að fylgja eftir félagslegri þátttöku eða tengslum.Þess vegna er aðkoma geðheilsuteyma, Geðdeilda fyrir fullorðna og Barna og unglingageðdeild mikilvæg, ekki síst er mikilvægt fyrir fagfólk á þessum vettvangi að þekkja til CP hreyfihömlunar, hvað hefur áhrif á einstaklinga með CP og hverjir fylgikvillarnir geta verið.Með viðeigandi þekkingu, aðlögun, þjónustu og samvinnu verður til langvarandi árangur í lífi fólks. Auk þess sem fólk er líklegra til að leita sér aðstoðar vegna jákvæðrar upplifunar og reynslu.Í gær var haldinn Geðdagurinn á vegum Landspítala. Mikilvægt er að muna að fólk er með þörf fyrir blandaða þjónustu bæði vegna líkamlegra áhrifa CP og andlegrar heilsu. þar sem fólk með CP og aðrar skerðingar stendur höllum fæti í samfélaginu og hefur takmörkuð tækifæri til þátttöku. Saman er hægt að styðja betur við fólk með fötlun og auka aðgengi þeirra að þátttöku og lífsgæðum. ... Sjá nánarSjá minna
View on Facebook