Aukin þjónusta Sjúkratrygginga Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja

12.05.2017
 Aukin þjónusta Sjúkratrygginga Íslands um viðgerðarþjónustu hjálpartækja

 

Á undanförnum árum hefur umsóknum til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um hjálpartæki fjölgað verulega og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun eldri borgara sem mun kalla á aukna þjónustu hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin hefur síðustu misseri verið að skoða lausnir til framtíðar í þjónustunni því aukningin er slík að hún kallar á umbætur.

Liður í þeim umbótum er að semja við fyrirtæki til að sjá um viðgerðarþjónustu fyrir sjúkratryggða notendur sem eru með hjálpartæki í láni og í eigu SÍ.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.  

Á döfinni

Á döfinni

Sumarhátíð 2017

Myndbönd

myndbond

Myndaalbúm