Félag CP á Íslandi var stofnað árið 2001. CP stendur fyrir Cerebral Palsy sem þýtt hefur verið heilalömun á íslensku. CP er algengasta orsök hreyfihömlunar hjá börnum og má búast við að um 10 börn greinist á ári hverju á Íslandi. CP er afleiðing skaða eða áfalls í stjórnstöðvum hreyfinga í heila, sem verða áður en heilinn nær fullum þroska. Skaðinn verður því á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Skemmdirnar torvelda stjórnun hreyfinga og beitingu líkamans. Þær eru óafturkræfar.
 
Fötlunin er margbreytileg og einkenni mismunandi. Sumir með CP hreyfa sig og þroskast nánast eðlilega meðan aðrir þarfnast aðstoðar við nánast allar athafnir daglegs lífs. Þeir einstaklingar eru háðir mörgum hjálpartækjum og stöðugri umönnun. Alvarlegar viðbótarfatlanir geta fylgt ss. Flogaveiki og greindarskerðing
 
Starfsemi CP félagsins er fjármögnuð með félagsgjöldum og gjöfum einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. 
 
Félagið er með skrifstofu aðstöðu hjá Sjónarhóli að Háaleitisbraut 13 2. hæð, og er með viðveru þar á þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 9 og 12 og 17:15 til 20:00. Hægt er að senda fyrirspurninir á cp@cp.is eða hringja í síma 691-8010.

Á döfinni

Á döfinni

Sumarhátíð 2017

Myndbönd

myndbond

Myndaalbúm